Umhverfismerki
Fatnaður
Úrgangur og enduvinnsla
Matvæli
Annað
100
Hvað heitir umhverfismerkið sem tryggir að varan sé umhverfisvænni en aðrar vörur sem ekki hafa merkið? (ath merkið minnir á fugl)
Svanurinn
100
Hvert er aðalhráefnið í gallabuxum?
Bómull
100
Hve margar krónur fást fyrir endurvinnanlegar umbúðir í endurvinnslunni?
14 krónur Athugið hér hvort það hafi breyst! http://endurvinnslan.is/
100
Litarefni í mat eru: a) góð fyrir líkamann b) sum mjög óholl c) ómeltanleg
b) sum mjög óholl
100
Af hverju verjum við okkur með sólarvörn?
Til þess að verja okkur gegn útfjólubláum geislum sólarinnar sem geta valdið húðkrabbameini.
200
Hvað merkir umhverfismerkið þar sem örvar eru í þríhyrning og það er strik þvert í gegnum?
Að það sem er merkt þessu merki sé óendurvinnanlegt.
200
Hversu mörg prósent af verði gallabuxna fara í laun verkafólksins sem býr til buxurnar? a) 1% b) 5% c) 8%
Einungis 1% af verði buxnanna fara í laun verkafólksins
200
Hvað er lífrænn úrgangur stór hluti af heimilissorpi? a) 10-15% b) 20-25% c) 30-35%
30-35%
200
Þú kaupir þér heilan ananas í matvöruverslun. Hann kostar 400 krónur. Hvað fær bóndinn í Chile sem ræktaði ananasinn margar krónur í sinn vasa? a) 16 krónur b) 46 krónur c) 86 krónur
Bóndinn í Chile fær 16 krónur í sinn vasa. Það eru 4% af söluvirði ávaxtarins. Restin af kostnaðinum fer til plantekrueiganda, umboðssala og smásala
200
Nefndu dæmi um samgöngumáta sem mengar ekki umhverfið.
Dæmi: Að ganga, hlaupa, hjóla
300
Blómið er opinbert umhverfismerki Evrópubandalagsins
300
Hvað þarf marga lítra af vatni til að framleiða 1 kíló af bómull (vökva plöntuna, hreinsa og fleira)? a) 70 b) 700 c) 7000
c) það þarf 7000 lítra til að framleiða aðeins 1 kg af bómull
300
Hvers vegna er nauðsynlegt að endurvinna/flokka sorp? a) Úrgangur er dýrmæt auðlind b) Við megum ekki ganga um of á auðlindir jarðar c) Það er nauðsynlegt að flokka og draga úr sorpi svo við þurfum ekki að leggja falleg landsvæði undir sorphauga d) allt ofantalið
d) allt ofantalið er rétt
300
Hvaða þjóð var fyrst Evrópuþjóða til að banna transfitusýru? a) Íslendingar b) Svíar c) Danir
Það voru Danir
300
Stundum er talað um að nagladekk séu ekki umhverfisvæn. Af hverju?
Vegna þess að nagladekk tæta upp malbikið og valda svifryksmengun.
400
Hvað merkir merkið sem er eins og skráargat í laginu og grænn hringur utanum?
Þetta merkir að varan er næringarrík og holl.
400
Af hverju er áin Caledon í Mexíkó dökkblá á litinn?
Við ána eru staðsettar margar gallabuxnaverksmiðjur og í ána rennur úrgangsvatn frá þeim (í vatninu er svo mikið litarefni sem notað er til að lita gallabuxurnar)
400
Hvað verður um rafhlöður sem við skilum til endurvinnslu? a) Þær eru endurhlaðnar og seldar aftur b) Þær eru sendar úr landi. Bræddar niður, hættuleg efni eru skilin frá og þær endurunnar. c) Þær eru brenndar og úrgangurinn grafinn í jörðu
Þær eru sendar úr landi. Bræddar niður, hættuleg efni eru skilin frá og þær endurunnar
400
Hvað þarf mikið vatn til að framleiða eitt kíló af súkkulaði? a) 24.000 lítra b) 12.000 lítra c) 600 lítra
Til að framleiða 1 kg af súkkulaði þarf 24 þúsund lítra af vatni
400
Sum heimili eru með endurvinnslutunnuna. Hvað fara margir flokkar í hana? a) 3 b) 5 c) 7
7 flokkar Bylgju/sléttur pappír Blöð, tímarit, pappír Fernur Plast (hart og lint) Rafhlöður Kertaafgangar EKKI gler í endurvinnslutunnuan heima!!!
500
Hvað merkir CE á leikföngum og öðrum vörum?
Þau uppfylla grunnkröfur um öryggi leikfanga í Evrópu. Þau innihalda ekki of mikið af þungmálmum og plastmýkningarefnum.
500
Ísland er 103.000 ferkílómetrar. Í Kyrrahafinu flýtur rusl (mest plast) sem er kölluð Plasteyjan. Hvað er hún stór? a) jafnstór og Ísland b) helmingi minni en Ísland c) jafnstór Vestfjörðum
b) helmingi minni en Ísland (56.000 ferkílómetrar)
500
Af hverju eru litarefni sett í matvælin?
Litarefni eru sett í matvæli til þess að gera þau girnilegri
500
Hvað af eftirtöldu er ekki endurvinnanlegt? a) útsnýtt horbréf b) tyggjó c) kaffisía og korgur
Tyggjó er ekki endurvinnanlegt
Click to zoom
M
e
n
u