Viðbragðsskilyrðing
Virk skilyrðing
Styrkingarhættir
Legends
Hugrænt nám
100

Áreiti sem kallar fram eðlilega (oft náttúrulega) svörun

Hvað er Óskilyrt áreiti?

100

Þegar lífvera fær verðlaun fyrir hegðun

Hvað er Jákvæð styrking?

100

Þegar ég fæ borgað 1000 kr í hvert skipti sem ég tek til í herberginu mínu

Hvað er Fastur Hlutfallsháttur (Sístyrking)

100
Upphafsmaður Viðbragðsskilyrðingar, gerði tilraunir með meltingu hunda.

Hver er Ivan Pavlov?

100

Ég hermi eftir eldra systkini sem var að segja "Fokk!"

Hvað er Sýndarnám?

200

Áreiti sem hefur verið parað við Óskilyrt áreiti og kallar fram sömu eða svipaða svörun

Hvað er Skilyrt áreiti

200

Þegar lífvera framkvæmir hegðun til að losna við eitthvað sem er leiðinlegt eða vont

Hvað er neikvæð styrking?

200

Þegar ég fæ vinning í spilakassa

Hvað er Breytilegur Hlutfallsháttur

200

Þróaði fyrstur manna hugtakið virk skilyrðing. Gerði tilraunir með rottur og dúfur.

Hver er B.F. Skinner

200

Apar Köhlers. Api veiðir hnetu úr röri...

Hvað er innsæisnám?

300

Þegar hundur Pavlovs slefaði þegar bjallan hljómaði

Hvað er Skilyrt svar?

300

Þegar Tanja missir skjátíma vegna þess að hún vaskaði ekki upp eftir matinn eins og hún átti að gera.

Hvað er brottnámsskilyrðing?

300

Þegar ég fæ útborgað

Hvað er Fastur Tímabilsháttur
300

Gerði Bobo dúkku tilraunina og þróaði hugtakið Sýndarnám

Hver er Albert Bandura?

300

Ég rata um Kringluna. Samt hef ég aldrei séð kort af Kringlunni eða neitt þannig.

Hvað er Dulnám?

400

Skilyrta áreitið hefur ekki lengur áhrif á viðbrögð lífverunnar, námið sem átti sér stað slokknar því það stenst ekki lengur (hundurinn hættir að slefa þegar hann heyrir í bjöllu því hann fær ekki lengur mat eftir að bjallan hringir).

Hvað er slokknun?

400

Þegar hegðun minnkar við birtingu áreitis

Hvað er refsing?

400

Þegar styrking kemur með óreglulegum hætti og eftir óreglulegu mynstri

Hvað er Breytilegur Hlutfallsháttur

400

Gerði tilraunir með ketti sem áttu að komast út úr þrautakassa. Kom með hugtakið Árangurslögmálið.

Hver er Thorndike?

400

Millistig milli hugræns náms og virkrar skilyrðingar

Hvað er Sýndarnám?

500

Þegar skilyrta áreitið tekst aftur að framkalla skilyrtu svörunina eftir slokknun (Ef hundurinn fær aftur mat eftir að heyra í bjöllu er hann mun fljótari að bregðast við með því að slefa heldur en í byrjun).


Hvað er Sjálfkvæm endurheimt?

500

Þegar við notum umbun (verðlaun) markvisst til að styrkja rétta svörun (hegðun) hjá lífveru og fáum þannig fram þá hegðun sem við viljum.


Hvað er Atferlismótun?

500

Þegar verðlaun koma í FH með hlutfallinu 1:1

Hvað er Sístyrking?

500

Gerði ljóta tilraun með hunda og þróaði hugtakið Lært bjargarleysi/úrræðaleysi.

Hver er Martin Seligman

500

Við lærum ekki bara af tengslum við umhverfið heldur einnig með því að setja upp innri útgáfu af umhverfinu inni í huga okkar í stað þess að prófa alla möguleika.

Hvað er hugrænt nám?

M
e
n
u