Ofurhetjur
Ár
Höfuðborgir
Gamlar bíómyndir
Íþróttir
100

Ofurhetja sem birtist fyrst árið 1939. Hann er verndari Gotham-borgar. Aðstoðarmaður hans heitir Robin.

Hver er Batman?

100

- Kínverska borgin Wuhan var sett í sóttkví eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út.

- Bretland yfirgaf Evrópusambandið. 

- Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist í kvikmyndinni Joker. Hún var fyrsti Íslendingurinn til að hljóta verðlaunin.

Hvað gerðist árið 2020?

100

Kaupmannahöfn

Hvað heitir höfuðborg Danmerkur?

100

Þær eru kvikmyndasyrpa um atburði sem gerast í fjarlægri vetrarbraut. Í myndunum sjáum við menn, váka, evoka, sandara, mandalora og fleiri geimverutegundir. Aðalpersónan í þremur myndanna heitir Logi Geimgengill (eða Luke Skywalker upp á ensku).

Um hvað er Star Wars?

100

Boltaíþrótt þar sem leikið er með einum bolta af tveimur allt að 11 manna liðum (þar með talið markmanni) sem reyna að sigra hitt liðið með því að skora fleiri mörk á 90 mín leiktíma. Til að skora mark þarf að sparka boltanum í net andstæðinganna.

Hvað er fótbolti?

200

Ofurhetja frá plánetunni Krypton. Hann kemur til jarðarinnar eftir að heimapláneta hans eyðileggst. Hann tók upp nafnið Clark Kent á Jörðinni. Hann hleypur hraðar er menn, hefur röntgensjón og ýmislegt fleira.

Hver er Superman?

200

- Rússar hófu innrás í Úkraínu.

- Öllum takmörkunum vegna COVID var aflétt á Íslandi.

- Stjórn Twitter samþykkti 44 milljarða dala tilboð Elon Musk í fyrirtækið.

Hvað gerðist árið 2022?

200

Dublin

Hvað heitir höfuðborg Írlands?

200

Myndin fjallar um eyju þar sem tekist hefur að endurskapa risaeðlur með nútímatækni. Þegar rafmagnslaust verður á eyjunni og þar með rafmagnsgirðingar orðnar óvirkar lenda aðalpersónurnar heldur betur í ævintýrum við að reyna að flýja eyjuna.

Um hvað er Jurassic Park?

200

Íþrótt þar sem leikmenn reyna að koma kúlu í holu í sem fæstum höggum og er notast við kylfur með mismunandi fláa.

Hvað er golf?

300

Ofurhetja frá Marvel. Hann heitir í raun Anthony Edward Stark og er viðskiptamaður og verkfræðingur sem framleiðir vopn í Stark Industries.

Hver er Iron Man?

300

- Vetrarólympíuleikar voru settir í Pyeongchang í Suður-Kóreu.

- Harry Bretaprins giftist Meghan Markle.

- Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti fund með Kim Jong-un, leiðtoga N-Kóreu.

- HM í knattspyrnu karla hófst í Rússlandi.

Hvað gerðist 2018?

300

Lissabon

Hvað heitir höfuðborg Portúgal?

300

Hún fjallar um Stellu sem fer í sumarbústað með sænskum alkahólista sem var á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Þau lenda í alls kyns vandræðum á ferðum sínum og enda í veiðiferð í Selá.

Um hvað er Stella í orlofi?

300

Íþrótt sem fer fram með kylfu og hörðum smábolta. Tvö lið keppa og hefur hvort þeirra níu leikmenn. Leikurinn gengur út á að ná sem flestum stigum með því að slá boltann og hlaupa í hafnir. Stig fæst þegar leikmaður nær heimahöfn.

Hvað er hafnabolti?

400

Ofurhetja sem kom fyrst fram árið 1941. Hún er frá eyríkinu Themysciru og heitir í alvöru Díana. Hún er ein af fyrstu kvenkyns ofurhetjunum.

Hver er Wonder Woman?

400

- Dmítrij Medvedev var kjörinn forseti Rússlands

- Fyrsta útgáfa vafrans Google Chrome kom út

- Sumarólympíuleikar voru haldnir í Beijing, íslenska karlalandsliðið í handbolta vann silfurverðlaun

- Bankahrun varð á Íslandi og Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland

Hvað gerðist árið 2008?
400

Kaíró

Hvað heitir höfuðborg Egyptalands?

400

Myndin er byggð á samnefndum söngleik og er um nemendur í Rydell High School árið 1958. Aðalpersónurnar, Sandy og Danny, verða ástfangin í sumarfríinu, en þegar skólinn byrjar breytist allt, þau líka.

Um hvað er Grease?

400

Íþróttagrein samsett úr tíu greinum: þremur hlaupum (100 m, 400 m og 1500 m), 110 m grindahlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, hástökki, langstökki og stangarstökki.

Hvað er tugþraut?

500

Ofurhetja frá Marvel sem birtist fyrst árið 1963. Hann er galdramaður og verndar Jörðina gegn galdraöflum og dularfullur öflum.

Hver er Doctor Strange?

500

- Eldgosinu í Holuhrauni lauk.

- Måns Zelmerlöw sigraði Eurovision fyrir Svíþjóð með laginu "Heroes".

- Parísarsamkomulagið var samþykkt á loftslagsráðstefnu.

- Bandaríska geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst að lenda eldflaug sem farið hafði á braut um Jörðu.

Hvað gerðist árið 2015?

500

Canberra

Hvað heitir höfuðborg Ástralíu?

500

Myndin gerist á 22. öldinni þegar mennirnir eru að hertaka Pandora, lífvænlegt tungl gasplánetu í Alpha Century stjörnukerfinu, til að grafa fyrir unobtanium. Stækkun námunnar er ógn við tilvist ættbálksins Navi, frumbyggja plánetunnar.

Um hvað er Avatar?

500

Bardagaíþrótt sem byggist á gripum og lásum úr glímu. Strangar reglur eru í íþróttinni um samskipti íþróttamanna. Keppendur notast við galla með þykkum kraga, belti og buxur. Þeir hafa einnig belti í lit sem gefur til kynna hversu langt iðkandinn er kominn í greininni.

Hvað er taekwondo?

M
e
n
u