Hvert af eftirfarandi er EKKI einkenni Seifs:
Eldingin, örninn, harpan, Ægisskjöldurinn
Harpan er einkenni Apollons!
Hvert er fjölskyldutengsl Seifs við Gaiu, móður jörð?
(t.d. frænka/systir,...)
Hún er amma OG langamma hans!
Gaia mamma Úranosar, Úranos + Gaia = Krónos, Krónos + Rhea = Seifur
Seifur á sér marga ættingja, nefndu öll systkini hans!
Póseidon, Hades, Hestía, Hera og Demeter
Hver gaf mannkyninu eldinn? Hver var refsing hans fyrir þá gjörð?
Prómeþeifur, bundinn við fjall í austri (Kákasus) þar sem örn kroppar úr honum lifrina á hverjum degi.
Nefndu dæmi um einstakling sem fékk sérstaka pyntingu í Tartarosi (sem er *ekki* Sísýfos).
Nefndu nafn, orsök pyntingar og refsinguna.
Ixíon, bundinn við hjól sem snérist fyrir að ágirnast Heru.
Tantalos, stöðugur þorsti og hungur en nær aldrei í mat né drykk, myrti og matreiddi son sinn fyrir guðunum.
Danaásdætur, 50 talsins, myrtu allar eiginmenn sína á brúðkaupsdaginn, dæmdar til þess að ausa vatni í tunnu sem fyllist aldrei.
Hver á ekki við? Af hverju?
Artemis, Herakles, Afródíta, Póseidon, Mínos, Kratos
Póseidon!
Hann er ekki sonur/dóttir Seifs!
Sonur Hermesar, hjarðmannaguðinn ____ var að hálfu geithafur, með geitafætur, horn o.þ.h. en að öðru leyti maður. Hann lék á flautu og vakti skelk í mönnum sem sáu hann eða heyrðu í honum.
Pan!
Orðið panik er dregið frá nafni hans, sumir telja að hugmyndir kristinna manna um útlit Satan sér komnar frá útliti hans.
Hvaða gellu var Apollon EKKI að simpa fyrir? Dafne, Arakhna, Kórónis, Kassandra
Arakhna!
Dafne: Seifur breytti henni í lárviðartré
Kassandra: Apollon lagði future-sight bölvun á hana þ.a. sá fyrir t.d. fall Tróju en engin trúði henni
Kórónis: Apollon myrti hana með örvarskoti, en hún var ólétt þ.a. hann bjargaði barninu, Asklepíos lækningaguð.
Heimsmynd goðsagnanna, fylltu inn í eyðurnar:
____, miðja alheimsins
____, mánagyðjan og ___, sólarguðinn
____, hinn mikli útsær
____, lengst í vestri, eins konar himnaríki
____, stærsta undirheimafljótið, sem ___ ferjar sálina yfir
Delfí, miðja alheimsins
Selene, mánagyðjan og Helíos, sólarguðinn
Ókeanos, hinn mikli útsær
Elysíum, lengst í vestri, eins konar himnaríki
Styx, stærsta undirheimafljótið, sem Karon ferjar sálina yfir
Hvert var hlutverk Mínosar konungs (þ.e. fyrir utan það að vera konungur)
Hann dæmdi sálir hinna látnu, ef þú varst góður --> Elysíum, ef þú varst asshat --> Hadesarheimur (eða jafnvel Tartaros)