Hvað hét sjávarguðinn í norrænni trú?
Njörður
Hvaða þjóð er sú fámennasta sem nokkurn tímann hefur tekið þátt í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Knattspyrnu?
Ísland
Hvert er stærsta líffæri mannslíkamans um 2 fermetrar og 5 kg. að meðallagi í fullorðnum manni?
Húðin
Hvaða mest selda bók allra tíma heitir einfaldlega bækurnar á grísku?
Biblían
Hver er nyrsta höfuðborg í heimi?
Reykjavík
Hvaða norræna goð átti Óðinn að föður en níu mæður?
Heimdallur
Hvaða fræga knattspyrnulið varð að fjarlæga tvær gular og rauðar rendur úr skjaldamerki sínu á árunum 1938-49 af því að þær táknuðu katalónska fánann sem var bannaður á tíma herforingjastjórnar Francisco Franco?
Barcelona
Hvers konar líkamspartur fer að vaxa á fóstrum 5 til 8 vikum eftir getnað en hverfur áður en við fæðumst eða réttara sagt hefur breyst í neðstu hryggjarliðina?
Rófa (Rófubein)
Hvers konar bók var Rauðskinna sem Loftur Þorsteinsson reyndi að komast yfir með því að vekja Gottskálk grimma Hólabiskup upp frá dauðum snemma á 18. öld samkvæmt þjóðsögunni?
Galdrabók
Hvaða nýstofnuðu höfuðborg brenndu enskir hermenn næstum því til grunna í ágúst 1812?
Washington
Hvað hét brunnurinn sem Óðinn fórnaði öðru auganu sínu til þess að fá sér einn sopa úr og verða þar með alvitur?
Mímisbrunnur
Hvaða hópi bannaði Breska knattspyrnusambandið að spila fótbolta á vegum félaga innan sinna raða í desember 1921, m.a. með tilvísun til heilsuverndar?
Konum
Hvaða líkamsparti ánafnaði Páll Arason sem lést árið 2011 safni sem þá var staðsett á Húsavík en er nú við Hlemm í Reykjavík?
..............
Hvaða bók sem var gefinn út árlega á Íslandi kom út í síðasta skipti árið 2016?
Símaskráin
Los Cabos Mexíkó er sumarleyfisstaður syðst á Baja Californiatanga milli Kyrrahafsins og Kalíforníuflóa. Ákveðinn verknaður, sem að meðaltali á sér stað um 111,3 sinnum á hverja 100.000 íbúa sem fleytir borginni efst á vafasaman lista. Hvað væri það?
Hæsta morðtíðni í heimi - hættulegasta borg í heimi
Norrænu guðirnir skiptust í tvo hópa sem háðu blóðugt stríð í árdaga. Einn hópurinn voru æsir en hvað hét hinn hópurinn sem m.a. Freyja og Freyr tilheyrðu?
Vanir
Sahar Kodayari, bláa stúlkan, var handtekin í mars síðastliðnum eftir að hafa smyglað sér inn á fótboltaleik í heimalandi sínu dulbúin sem karlmaður en konum er meinaður aðgangur að knattspyrnuvöllum í ríkinu. Hún dó í september síðastliðin eftir að hafa kveikt í sér. Hvaðan var bláa stúllkan?
Íran
Hvaða ósjálfráða viðbragð eru leifar frá því að við vorum þakin hári og það gat látið okkur vera hlýrra þegar okkur vart kalt eða látið okkur líta út fyrir að vera stærri við ógnandi aðstæður?
Gæsahúð
Bók hinna dauðu er safn af galdraþulum sem eiga að hjálpa látnum í gegnum undirheima til framhaldslífs. Bókin var í notkun á tímabilinu 1550 til 50 fyrir Krist en í hvaða menningarsamfélagi?
Egyptalandi til forna (Nýju konungsættinni)
Í borginni Yiwu er ekki að finna neinn snjó en þar eru um 600 verksmiðjur sem framleiða um 60% af árstíðabundinni vöru sem seld er í heiminum. Hvers konar skraut er framleitt í Yiwu?
Jólaskraut
Eins og norræn menning rekur norræn goðafræði rætur sínar til forn indóevrópskar goðafræði. Aðalguð indóevrópskrar goðafræði nefndist Dyeus eða skýjaguðinn. Nafn hans breyttist t.d. í Seifur (Zeuss) í grískri goðafræði en í hvaða norræna guð þróaðist Dyeus?
Týr
"Dauðaleikurinn" átti sér stað 9. ágúst 1942. Í hernumdri borg í Austur-Evrópu vann lið heimamanna, Start fc, sigur á Flakelf, liði þýska flughersins, 5-3. Seinna voru 5 leikmenn Start handteknir og líflátnir af þýska hernámsliðinu. Því hefur verið haldið fram að ástæðan hafi verið að þeir hafi neitað að tapa fyrir þýska liðinu en seinna meir hefur verið efast um það. Í hvaða borg fór leikurinn fram?
Kiev (Kænugarði)
Hvaða vöðvar eru sterkustu vöðvar mannslíkamans miðað við stærð?
Kjálkavöðvarnir
Dýrasta bók í heimi er Codex af Leicester, 72 síðna hörhandrit með vangaveltum um vísindi og rissum eftir þekktan ítalskan listamann og hugsuð sem dó 1519. Það var Bill Gate sem greiddi fyrir 30,8 milljón dali árið 1994. Höfundurinn málaði einnig dýrasta málverk í heimi. Hver var hann?
Leonardo da vinci
Schaan, stærsta borg Liechtenstein, er höfuðborg í framleiðslu á ákveðnu heilbrigðisvöru með um 40% markaðshlutdeild í Evrópu og 20% á heimsvísu. Helstu framleiðendur þakka ekki síst eftirspurn indverskra dansandi, syngjandi og brosandi Bollywood-leikara vaxandi velgengni sína. Hver er varan?
Falskar tennur